Search

July 07, 2013

Uppskrift 14 - Sítrónukaka

kom mér loksins í að baka næstu köku, kominn tími til!
Þessi kaka var mjög auðveld að gera, ég hrærði saman sykri, smjöri, eggjum, hveiti, lyftidufti, salti og safa og rifinn börk af 1 sítrónu. Svo var þetta sett í ofn í u.þ.b. 50 mínútur. Kremið ofaná er bara flórsykur og sítrónusafi.
Hún var mjög góð en hefði mátt setja aðeins minna af sítrónusafa í kremið :)





June 12, 2013

Uppskrift 13 - Rúlluterta Með Mangó

tók smá pásu með uppskriftirar en er byrjuð aftur nú þegar sumarið er að koma!
Fyrst þeytti ég saman egg og sykur og bætti svo við kartöflumjöli, lyftidufti og vanilludropum, átti að setja hnetur eða möndlur líka en sleppti því. Setti þetta í mót og inní ofn í 4 mín. Þegar ég tók það úr ofninum hvolfaði ég því og rúllaði upp. Ég maukaði mangó í matvinnsluvél, rúllaði kökunni út og setti mangóið yfir og svo sýrðan rjóma. Rúllaði kökunni upp aftur og setti á disk :)



May 26, 2013

Útskrift

Bróðir minn var að útskrifast úr MH í gær og við héldum litla veislu fyrir fjölskylduna. Ég gerði regnbogaköku með smjörkremi sem ég hef aldrei gert áður og heppnaðist mjög vel. Einnig var boðið uppá marengstertu og brownies og fullt af öðru góðu :)



May 17, 2013

Regnbogamöffins

var í afmæli hjá vinkonu minni í dag og þar gerðum við þessar vel heppnuðu regnbogamúffur :)






April 25, 2013

Uppskrift 12 - Jarðarberjalagterta

Fyrst bjó ég til botnana sem eru gerðir úr eggjum, sykri, hveiti, lyftidufti og smöri. Setti degið í 3 jöfn form og inní ofn í u.þ.b. 20 mín. Þeytti síðan rjóma og skar niður jarðarber. Setti rjómann og berin á milli botnanna og ofan á (:
Þetta er algjör sumarterta og fullkomin fyrir daginn í dag
GLEÐILEGT SUMAR<3



sæti frændi

Blogger templates