Search

November 17, 2012

Uppskrift 2 - Möndlueplakaka

Önnur uppskriftin í bókinni er "Möndlueplakaka". Það var mjög gaman að gera þessa pie því ég hef aldrei gert svona áður. Fyrst gerði ég botninn sem var bara hveiti, sykur, salt, smjör og vatn og setti það svo í ískáp í 15 mín. Þegar ég tók það út fóðraði (eins og bókin segir) ég botninn á forminu með deginu. Fyllingin var bara möndlumassi, sykur, smjör, rifin græn epli og eggjahvítur. Ég fyllti bara formið með fyllingunni og svo notaði ég afganginn af deginu til að skreyta kökuna smá. Setti svo kökuna inná ofn í 30 mín og volah!



November 07, 2012

Uppskrift 1 - Jógúrtkaka Með Appelsínusírópi

fyrsta uppskriftin í bókinni er " Jógúrtkaka með Appelsínusírópi". Þetta var mjög auðveldlega gerð kaka en frekar skrítin samt. Í henni var bara hveiti, sykur, lyftiduft, egg, olía og svo malaðar möndlur, hrein jógúrt og sítrónubörkur og það allt var hrært saman og sett inní ofn. Sírópið var gert þannig að ég sauð saman vatn, sykur, safa og börk af appelsínu og sítrónubörk og þegar það var tilbúið helti ég því yfir kökuna. Bragðið á þessari köku var ekkert sérstaklega merkilegt, gat eiginlega ekki borðað mikið af henni..
hérna koma nokkrar myndir af bakstrinum, kakan átti að vera svona, heldur ekki fríðasta kakan i bókinni..

 

Sunnudagskökur Allan Ársins Hring

bókin sem ég fékk í afmælisgjöf frá frænku minni heitir "Sunnudagskökur Allan Ársins Hring" og er með yfir 60 uppskriftir af fullt af girnilegum kökum sem ég get ekki beðið eftir að prófa. Í hverri viku ætla ég að baka eina af þeim, taka mynd af henni og setja hingað inn. Ætla að byrja á fyrstu uppskriftinni og fara svo koll af kolli. Ef ég næ að halda mig við þetta ætti ég að vera rúmlega ár að þessu sem er bara nokkuð fínt.

Blogger templates