Search

July 07, 2013

Uppskrift 14 - Sítrónukaka

kom mér loksins í að baka næstu köku, kominn tími til!
Þessi kaka var mjög auðveld að gera, ég hrærði saman sykri, smjöri, eggjum, hveiti, lyftidufti, salti og safa og rifinn börk af 1 sítrónu. Svo var þetta sett í ofn í u.þ.b. 50 mínútur. Kremið ofaná er bara flórsykur og sítrónusafi.
Hún var mjög góð en hefði mátt setja aðeins minna af sítrónusafa í kremið :)





June 12, 2013

Uppskrift 13 - Rúlluterta Með Mangó

tók smá pásu með uppskriftirar en er byrjuð aftur nú þegar sumarið er að koma!
Fyrst þeytti ég saman egg og sykur og bætti svo við kartöflumjöli, lyftidufti og vanilludropum, átti að setja hnetur eða möndlur líka en sleppti því. Setti þetta í mót og inní ofn í 4 mín. Þegar ég tók það úr ofninum hvolfaði ég því og rúllaði upp. Ég maukaði mangó í matvinnsluvél, rúllaði kökunni út og setti mangóið yfir og svo sýrðan rjóma. Rúllaði kökunni upp aftur og setti á disk :)



May 26, 2013

Útskrift

Bróðir minn var að útskrifast úr MH í gær og við héldum litla veislu fyrir fjölskylduna. Ég gerði regnbogaköku með smjörkremi sem ég hef aldrei gert áður og heppnaðist mjög vel. Einnig var boðið uppá marengstertu og brownies og fullt af öðru góðu :)



May 17, 2013

Regnbogamöffins

var í afmæli hjá vinkonu minni í dag og þar gerðum við þessar vel heppnuðu regnbogamúffur :)






April 25, 2013

Uppskrift 12 - Jarðarberjalagterta

Fyrst bjó ég til botnana sem eru gerðir úr eggjum, sykri, hveiti, lyftidufti og smöri. Setti degið í 3 jöfn form og inní ofn í u.þ.b. 20 mín. Þeytti síðan rjóma og skar niður jarðarber. Setti rjómann og berin á milli botnanna og ofan á (:
Þetta er algjör sumarterta og fullkomin fyrir daginn í dag
GLEÐILEGT SUMAR<3



sæti frændi

April 14, 2013

Uppskrift 11 - Hjónabandssæla

næsta uppskrift var Hjónabandssæla
Fyrst hrærði ég saman sykur og smjör og svo bætti ég við eggi, hveiti, haframjöli og matarsóda og setti í hringlaga form. Smurði rabbarbarasultu yfir og svo skreytti með afgangnum af deginu.
Þetta var mjög auðveldlega gerð kaka og hún er alltaf jafn góð!












April 07, 2013

Uppskrift 10 - Frönsk Apríkukósuterta

þá er komið að tíundu uppskriftinni.. Frönsk Apríkósuterta
Hef aldrei gert svona áður en það var mjög gaman!
Fyrst hitaði ég sykur og afhýddar möndur saman þagað til sykurinn var orðinn gullinbrúnn og hjúpaði möndlurnar vel, svo setti ég það á bökunarpappír og lét kólna --  þetta kallast víst Franskt núggat!
Svo þurfti ég að setja apríkósurnar í pott með heitu vatni og átti að hafa það þar í klukkutíma. Eftir það þeytti ég eggjahvítur og bætti við flórsykri og hrærði vel, setti svo helminginn af núggatinu sem ég var búin að fínmala. Skipti síðan deginu í tvennt og setti á tvær ofnplötur og í ofninn í klukkutíma. Þegar ég tók þetta út lét ég það kólna í smá tíma. Á meðan þeytti ég rjóma og sykur saman og setti í það apríkósurnar sem ég var líka búin að skera í minni bita. Setti svo saman kökubitana, sem voru bara alveg eins og marengs, og setti rjómann á milli og svo yfir og skreytti síðan með apríkósum og afgangnum af núggatinu.




 Svona leit Franska Núggatið út!



March 26, 2013

Uppskrift 9 - Kaffikaka

Næsta uppsrift hefði átt að vera Hátíðarterta en hún var svo rosaleg að ég held ég geri hana bara seinna, lofa samt að gera hana einhvern tímann ;)
Það var mjög gaman að gera kaffikökuna. Fyrst hrærði ég saman sykri og smjöri og bætti við eggjum, hveiti, lyftidufti, matarsóda og sýrðum rjóma. Þegar þetta var allt hrært vel saman setti ég helminginn af deginu í langt jólakökuform. Síðan blandaði ég saman púðursykri og kanildufti, ætti að vera pekahnetur lika en ég er ekkert sérlega spennt yfir þeim svo ég sleppti þeim bara. Eftir að ég var búin að gera blönduna stráði ég helmingum af henni í formið og hellti svo afgangnum af deginu yfir og síðan afgangnum af kanilblöndunni. Svo setti ég þetta inní ofn í u.þ.b. klukkutíma.
Kakan var mjög góð, fannst hún alveg eins og kanilskonsurnar sem hægt er að kaupa í mörgum bakaríum eða eins og eplakaka.. án epla.




March 22, 2013

Páskafrííí

Það er komið páskafrí!
Gerði nokkrar möffins með frosting í tilefni dagsins




March 09, 2013

Uppskirft 8 - Súkkulaðikaka Í Ofnskúffu

Ég fattaði það bara í gær að ég hoppaði óvart yfir eina uppskriftina.. þannig ég gerði hana bara núna. Ég gerði þessa köku reyndar í gær, frekar seint, svo ég set hana bara núna inná :)
Fyrst setti ég kakó í skál og hellti sjóðandi heitu vatni yfir og hrærði vel saman, svo hrærði ég þeirri blöndu saman við hveitiblöndunni (hveiti, lyftiduft, og matarsódi) og líka smjör-sykurblöndunni (smjör, púðursykur, sykur og egg) setti í ofnskúffu og inní ofn. Kremið er gert úr suðusúkkulaði, smöri, flórskykri og vanilludropuum. Þetta er klárlega besta kakan sem ég hef gert úr þessari bók.. hingað til!








March 05, 2013

Uppskrift 7 - Skonsur

svo mikið búið að vera að gera að ég hafði engann tíma um helgina, dreif mig þess vegna bara núna í að gera næstu uppskrift. Þetta var fljótlegt og auðvelt og fáránlega gott! Frekar venjulegar skonsur samt, hveiti, sykur, lyftiduft, mjólk og egg. Ofan á setti ég svo rækjusalat sem var bara keypt ;)




March 03, 2013

Í dag fór ég á Góukaffi, lítið ættarmót sem er haldið á hverju ári. Ég og frænka mín gerðum möffins til að koma með :)




fannst þessar svo sætar!

Á morgun geri ég svo næstu uppskrift í bókinni ;)

February 27, 2013

Afmælismúffur

Ég var í afmæli í gær hjá frænda mínum og þar voru svona æðislega krúttlegar múffur sem ég vildi endilega taka mynd af og setja hingað inn :)






February 22, 2013

Uppskrift 6 - Möndlukaka

sjötta uppskriftin í bókinni er Möndlukaka, hún var mjög auðveldlega gerð. Fyrst hrærði ég saman smjör og sykur og bætti svo við eggjunum, bætti svo við það hveiti, síntrónuberki og möndludropum og setti í ofninn. Kremið ofan á er bara glassúr sem er gerður úr flórsykri, vatni og matarlit.
Hún var mjög sérstök á bragðið en samt alveg frekar góð! :)





February 16, 2013

Uppskrift 4 - Bananabrauð

hérna kemur uppskrift 4 :)
Fyrst blandaði ég saman hveiti, matarsóda og salti saman í skál, svo stappaði bananana gróft í annarri skál og blandaði sýrðum rjóma og vanilludropum saman við, hrærði smjör og sykur saman í annarri skál og bætti eggi við það. Blandaði svo öllu saman og hellti deginu í jólakökuform og inní ofn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófaði að gera svona bananabrauð og fannst það bara heppnast frekar vel!

January 27, 2013

Uppskrift 5 - Gullkaka

fimmta uppskriftin í bókinni er Gullkaka
ég hoppaði yfir uppskrift 4 en geri hana bara næst ;)
Gullkakan (Sjónvarpskaka) var mjög auðveldlega gerð, fyrst hrærir maður saman egg og sykur, veljir mjólk og bræðir smjör í henni, svo blandar maður því saman með hveiti, lyftidufti og vanilludropum, setur í form og inní ofninn í 20 mín, þegar það er búið tekur maður hana út og setur yfir karamellukókosbráð sem er gerð úr smjöri, púðursykri, mjólk og kókosmjöli, og setur aftur inní ofn í sirka 10 mín.
hún fær ☆ 




January 12, 2013

Uppskrift 3 - Kókoskaka Með Hindberjamauki

þá er ég byrjuð aftur
þriðja uppskriftin í bókkinni er kókoskaka með hindberjamauki, fyrst hrærði ég saman smjör, sykur, egg, hveiti og lyftidufti saman og setti það svo í tvö form og inní ofn. Þegar botnarnir voru komnir úr ofninum og aðeins búnir að kælast setti ég þá sama en fyrst smurði ég á milli með hindberjamauki. Kremið var svo sett yfir sem er bara gert úr flórsykri, smjöri og kókosrjóma, svo er stráð kókosflögum yfir.
Kemst ekki yfir hvað hún er girnileg og hlakka til að smakka í kvöld :)








Blogger templates