Search

February 27, 2013

Afmælismúffur

Ég var í afmæli í gær hjá frænda mínum og þar voru svona æðislega krúttlegar múffur sem ég vildi endilega taka mynd af og setja hingað inn :)






February 22, 2013

Uppskrift 6 - Möndlukaka

sjötta uppskriftin í bókinni er Möndlukaka, hún var mjög auðveldlega gerð. Fyrst hrærði ég saman smjör og sykur og bætti svo við eggjunum, bætti svo við það hveiti, síntrónuberki og möndludropum og setti í ofninn. Kremið ofan á er bara glassúr sem er gerður úr flórsykri, vatni og matarlit.
Hún var mjög sérstök á bragðið en samt alveg frekar góð! :)





February 16, 2013

Uppskrift 4 - Bananabrauð

hérna kemur uppskrift 4 :)
Fyrst blandaði ég saman hveiti, matarsóda og salti saman í skál, svo stappaði bananana gróft í annarri skál og blandaði sýrðum rjóma og vanilludropum saman við, hrærði smjör og sykur saman í annarri skál og bætti eggi við það. Blandaði svo öllu saman og hellti deginu í jólakökuform og inní ofn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófaði að gera svona bananabrauð og fannst það bara heppnast frekar vel!

Blogger templates