Það var mjög gaman að gera kaffikökuna. Fyrst hrærði ég saman sykri og smjöri og bætti við eggjum, hveiti, lyftidufti, matarsóda og sýrðum rjóma. Þegar þetta var allt hrært vel saman setti ég helminginn af deginu í langt jólakökuform. Síðan blandaði ég saman púðursykri og kanildufti, ætti að vera pekahnetur lika en ég er ekkert sérlega spennt yfir þeim svo ég sleppti þeim bara. Eftir að ég var búin að gera blönduna stráði ég helmingum af henni í formið og hellti svo afgangnum af deginu yfir og síðan afgangnum af kanilblöndunni. Svo setti ég þetta inní ofn í u.þ.b. klukkutíma.
Kakan var mjög góð, fannst hún alveg eins og kanilskonsurnar sem hægt er að kaupa í mörgum bakaríum eða eins og eplakaka.. án epla.