Search

March 26, 2013

Uppskrift 9 - Kaffikaka

Næsta uppsrift hefði átt að vera Hátíðarterta en hún var svo rosaleg að ég held ég geri hana bara seinna, lofa samt að gera hana einhvern tímann ;)
Það var mjög gaman að gera kaffikökuna. Fyrst hrærði ég saman sykri og smjöri og bætti við eggjum, hveiti, lyftidufti, matarsóda og sýrðum rjóma. Þegar þetta var allt hrært vel saman setti ég helminginn af deginu í langt jólakökuform. Síðan blandaði ég saman púðursykri og kanildufti, ætti að vera pekahnetur lika en ég er ekkert sérlega spennt yfir þeim svo ég sleppti þeim bara. Eftir að ég var búin að gera blönduna stráði ég helmingum af henni í formið og hellti svo afgangnum af deginu yfir og síðan afgangnum af kanilblöndunni. Svo setti ég þetta inní ofn í u.þ.b. klukkutíma.
Kakan var mjög góð, fannst hún alveg eins og kanilskonsurnar sem hægt er að kaupa í mörgum bakaríum eða eins og eplakaka.. án epla.




March 22, 2013

Páskafrííí

Það er komið páskafrí!
Gerði nokkrar möffins með frosting í tilefni dagsins




March 09, 2013

Uppskirft 8 - Súkkulaðikaka Í Ofnskúffu

Ég fattaði það bara í gær að ég hoppaði óvart yfir eina uppskriftina.. þannig ég gerði hana bara núna. Ég gerði þessa köku reyndar í gær, frekar seint, svo ég set hana bara núna inná :)
Fyrst setti ég kakó í skál og hellti sjóðandi heitu vatni yfir og hrærði vel saman, svo hrærði ég þeirri blöndu saman við hveitiblöndunni (hveiti, lyftiduft, og matarsódi) og líka smjör-sykurblöndunni (smjör, púðursykur, sykur og egg) setti í ofnskúffu og inní ofn. Kremið er gert úr suðusúkkulaði, smöri, flórskykri og vanilludropuum. Þetta er klárlega besta kakan sem ég hef gert úr þessari bók.. hingað til!








March 05, 2013

Uppskrift 7 - Skonsur

svo mikið búið að vera að gera að ég hafði engann tíma um helgina, dreif mig þess vegna bara núna í að gera næstu uppskrift. Þetta var fljótlegt og auðvelt og fáránlega gott! Frekar venjulegar skonsur samt, hveiti, sykur, lyftiduft, mjólk og egg. Ofan á setti ég svo rækjusalat sem var bara keypt ;)




March 03, 2013

Í dag fór ég á Góukaffi, lítið ættarmót sem er haldið á hverju ári. Ég og frænka mín gerðum möffins til að koma með :)




fannst þessar svo sætar!

Á morgun geri ég svo næstu uppskrift í bókinni ;)

Blogger templates