Hef aldrei gert svona áður en það var mjög gaman!
Fyrst hitaði ég sykur og afhýddar möndur saman þagað til sykurinn var orðinn gullinbrúnn og hjúpaði möndlurnar vel, svo setti ég það á bökunarpappír og lét kólna -- þetta kallast víst Franskt núggat!
Svo þurfti ég að setja apríkósurnar í pott með heitu vatni og átti að hafa það þar í klukkutíma. Eftir það þeytti ég eggjahvítur og bætti við flórsykri og hrærði vel, setti svo helminginn af núggatinu sem ég var búin að fínmala. Skipti síðan deginu í tvennt og setti á tvær ofnplötur og í ofninn í klukkutíma. Þegar ég tók þetta út lét ég það kólna í smá tíma. Á meðan þeytti ég rjóma og sykur saman og setti í það apríkósurnar sem ég var líka búin að skera í minni bita. Setti svo saman kökubitana, sem voru bara alveg eins og marengs, og setti rjómann á milli og svo yfir og skreytti síðan með apríkósum og afgangnum af núggatinu.
Svona leit Franska Núggatið út!
No comments:
Post a Comment